Er Versoria að forrita lausnir
fyrir AI eða bara veita ráðgjöf?
Versoria smíðar "full-stack" AI lausnir. Við byrjum á stefnumótun, skrifum svo kóðann, stillum
upp skema (schemas), og innleiðum sérsniðna erindreka (custom agents) í ykkar umhverfi. Þú færð
fullbúna innviði, ekki bara PowerPoint kynningu.
Hvernig fæ ég ChatGPT, Gemini,
Perplexity, og Claude til að benda á fyrirtækið mitt og vefinn okkar?
Versoria sérhæfir sig meðal annars í að gera fyrirtæki, vörumerki og vörur sýnilegri og
mikilvægari í augum þessara gervigreindartóla. Það er misjafnt hvað þarf að gera, hafðu samband
og við förum yfir þetta saman.
Hver er munurinn á þessu og
hefðbundinni leitarvélabestun (SEO)?
Versoria leggur áherslu á sýnileika gagnvart gervigreind – að byggja efnið þitt rétt upp, með
tilvísunum og hafa það læsilegt fyrir gervigreindartól, ekki bara til að komast hærra í
leitarniðurstöðum. Hefðbundin leitarvélabestun (SEO) miðar að því að fínstilla síður fyrir
köngulær Google, en Versoria bestar efni fyrir stór tungumálalíkön (LLM) og samtalsleit, sem er
orðinn lykilþáttur í sýnileika vörumerkja.
Hvað er gervigreindarbestun (GEO)
og af hverju skiptir hún máli?
Gervigreindarbestun (GEO – Generative Engine Optimization) tryggir að efnið á vefnum þínum
birtist á réttan hátt í gervigreindartólum eins og ChatGPT, Gemini, Claude og AI Overviews. Hún
snýst um að stilla uppbyggingu og merkingu efnis þannig að þessi kerfi skilji hvað þú gerir,
hvaða þjónustu eða vörur þú býður upp á og að vörumerkið þitt birtist á réttan hátt í svörum
þeirra.
Hvað er gervigreindarbestun utan
vefsvæðis?
Gervigreindarbestun utan vefsvæðis styrkir upplifun og túlkun á vörumerkingu þínu, vörum og efni
annarsstaðar en á vefnum þínum. Hún byggir upp trúverðugleika með skipulögðum tilvísunum, ytri
heimildum og umfjöllunum sem styðja við vörumerkið – og eykur þannig traust, bæði hjá fólki og
gervigreindartólum sem læra að skilja sérþekkingu þíns vörumerkis.
Getur Versoria unnið með vefkerfið
og markaðstólin okkar?
Já. Við tengjumst nær öllum kerfum – hvort sem það eru "headless"-lausnir, Webflow, WordPress,
Mailchimp, Hubspot eða önnur kerfi. Bottarnir og AI-vinnuflæðin okkar nota öruggar API tengingar
eða samþykkta tengla, þannig að þau verkfæri og gögn sem þú notar nú þegar haldast óbreytt.
Hvernig tryggir Versoria öryggi og
meðferð gagna?
Öll vinna hjá Versoria er í samræmi við GDPR og hýst innan Evrópusambandsins (Azure, GCP eða
eigin hýsing). Við undirritum vinnslusamninga (DPA), framkvæmum gagnaverndarúttektir (DPIA)
fyrir hvert verkefni og viðhöldum skráningu, aðgangsstýringum og rekjanleika allra aðgerða.
Engin notendagögn eru notuð til þjálfunar gervigreindarlíkana.
Við hverju má búast við fyrstu 90
dagana?
Flestir viðskiptavinir sjá mælanlegar niðurstöður innan 6-12 vikna - hraðari efnisvinnslu, hærra
kauphlutfall og fleiri tilvísanir í vefsíður og vörumerki í svörum gervigreindartóla. Við
fylgjumst með öllum helstu mælikvörðum fyrir og eftir innleiðingu til að sýna raunverulegan
árangur.
Getur Versoria hjálpað ef við erum
með nýtt vörumerki eða vefsvæði?
Algjörlega. Við hönnum grunn sem er tilbúinn fyrir gervigreind – allt frá uppbyggingu veftrés og
schema-markup yfir í efnisstefnu og leiðbeiningar um tón og stíl. Ný vefsvæði verða þannig
sýnilegri og tilbúin fyrir tilvísanir frá gervigreindartólum frá fyrsta degi.
Smíðar Versoria botta fyrir opin
vefsvæði?
Aðaláherslan okkar er á innri markaðs- og efnisbotta – verkfæri sem flýta fyrir framleiðslu
teymisins á öruggan hátt. Við getum þó stutt við þróun botta sem snúa að notendum, svo lengi sem
ákveðnum skilyrðum sé fullnægt.
Hvað felst í gervigreindarúttekt?
Gervigreindarúttekt er tveggja vikna greining sem tekur fyrir uppbyggingu efnis, lýsigögn
(metadata), schema, innri hlekkjun og heimildir. Þú færð einkunnaspjald, kortlagningu tækifæra
og 30–90 daga umbótaáætlun með tæknilegum aðgerðum sem hægt er að setja strax í framkvæmd.
Hversu langan tíma taka verkefni að
jafnaði?
Úttektir taka um það bil tvær vikur. Innleiðingarlotur eða smíði botta taka yfirleitt 4–6 vikur,
og þjálfunar- og innleiðingarfasi bætir við 2-4 vikum eftir stærð teymis og umfangi.
Getum við hýst gervigreindarkerfi
innanhúss eða geymt gögn á eigin netþjónum?
Já. Fyrir teymi sem vinna með viðkvæm gögn getum við sett upp kerfi innan ykkar eigin umhverfis
eða í EU-skýi að eigin vali. Kerfisarkitektúr Versoria er einingaskiptur, þannig að gögnin ykkar
eru alltaf undir ykkar stjórn.
Hvernig tryggir Versoria að efnið
okkar sé í takt við vörumerkið (on-brand)?
Allir ferlar og bottar nota gagnagrunn sem inniheldur útlistun á tón, orðfæri og samþykktum
textadæmum frá ykkar vörumerki. Drög að nýju efni fer í gegnum samþykktarferli sem og yfirferð
af manneskju. Afurðir frá okkur innihalda leiðbeiningar um tón og stíl ásamt verklagsreglum sem
tryggja samræmi í efni á öllum stigum.