Versoria icon Versoria

Umbreyttu möguleikum gervigreindar í afköst!

Tæknileg útfærsla framar öllu. Við smíðum sérsniðna AI erindreka, sjálfvirka ferla og upplýsingaarkitektúr sem tryggir fyrirtækinu raunverulegt samkeppnisforskot.

Notkunardæmi

Efnissköpun sköluð upp

Áskorunin

Markaðsteymi nær ekki að framleiða nægilegt efni fyrir leitarvélabestun (SEO).

Lausnin

Innri gervigreind þjálfuð á raddblæ vörumerkisins og eldri greinum.

Árangurinn

10x aukin afköst í efnisskölun í fullkomnu samræmi við annað efni, vörur og þjónustu.

Eru tæknilegu undirstöðurnar tilbúnar?

Innleiðing gervigreindar hefst á sýnileika. Við styrkjum og uppfærum stafræna innviði þannig að gervigreindarbottar eins og ChatGPT og Gemini bæði finni og treysti efninu ykkar. Þessi tæknilega bestun er forsenda þess að hægt sé að smíða sérsniðnar lausnir sem skila raunverulegum, mælanlegum árangri.

Þjónusta

Við hjálpum fyrirtækjum að komast frá hugmynd í framkvæmd. Hverjum þjónustuþætti lýkur með skýrum afurðum, leiðarvísi að innleiðingu og mælanlegri áætlun til að fylgjast með árangri.

Tæknileg bestun fyrir gervigreind

Við breytum vefnum þínum þannig að gervigreindarkerfi geti lesið hann og treyst honum. Við stoppum ekki við greiningu heldur förum beint í verkið: við lögum tæknilega uppbyggingu og skipulag gagna til að tryggja sýnileika. Við sjáum um tæknivinnuna svo stóru mállíkönin (LLM) skilji og miðli efninu þínu rétt.

Ávinningur

  • Auðlæsilegur vefur: Tæknileg uppbygging sem vélar skilja án villumeldinga.
  • Meiri umferð: Aukinn sýnileiki í gegnum gervigreindarleit og spjalltól.
  • Réttar upplýsingar: Tryggjum að gervigreindin fari rétt með staðreyndir um fyrirtækið, vörur og vörumerki.

Afurðir

  • Aðgerðaáætlun: Forgangsraðaður listi yfir tæknilegar lagfæringar og úrbætur.
  • Innleiðing gagna: Uppsetning á skipulögðum gögnum (schema) og þekkingarmerkjum.
  • Framkvæmd: Við förum beint í kóðann og klárum uppfærslurnar í ykkar kerfi.

AI bestun á lendingarsíðum

Við umbreytum mikilvægum síðum þannig að þær séu bæði tæknilega læsilegar fyrir gervigreind og sannfærandi fyrir notendur. Við endurgerum fyrirsagnir og texta í einingaskiptar blokkir sem gervigreindin á auðvelt með að lesa og skilja. Með því að betrumbæta rökfræði síðunnar tryggjum við að efnið skili sér rétt inn í leitarvélar framtíðarinnar.

Ávinningur

  • Aukinn sýnileiki: Efnisblokkir sem tryggja að gervigreind vitni rétt í ykkar efni.
  • Aukin sala: Meiri virkni og betri nýting heimsókna (conversion rate).
  • Samræmi: Skýr og samræmd uppbygging þvert á allar síður vefsins.
  • Framtíðarvörn: Efni sem er tilbúið fyrir raddleit og spjallmenni.

Afurðir

  • Einingaskipt efni: Bestun á fyrirsögnum (H1–H3) og texta fyrir hámarks læsileika.
  • Uppsetning fyrir gervigreind: Kaflaskipting, FAQ-blokkir og snifsi (snippets) hönnuð fyrir stór mállíkön (LLM botta eins og ChatGPT).
  • Söluhvatar: Útfærsla og staðsetning ákalla (CTAs), tilboða og hvata byggt á gögnum.
  • Traust: Innleiðing á traustvekjandi þáttum og tölfræði, s.s. umsögnum notenda og stjörnugjöf.
  • Leiðarvísir: Leiðbeiningar um uppbyggingu og tón til að tryggja samræmi.

Sérsniðnir AI erindrekar

Við smíðum örugga og hundtrygga erindreka (e. AI Agents) til innri notkunar. Erindreka sem geta tekið þátt í hugmyndavinnu, skrifað auglýsingatexta, greinar á vefinn, markpósta, færslur á samfélagsmiðla, og meira til, og alltaf í þeim tóni og tilfinningu sem einkennir vörumerkið þitt.

Ávinningur

  • Minnkaðu handavinnu við textaskrif og gagnavinnslur um 50–80%.
  • Tryggir algjört samræmi í rödd og tóni vörumerkisins í öllu efni.
  • Aukin afköst og framleiðslugeta án þess að fjölga starfsfólki

Afurðir

  • Arkitektúr og frumgerð erindreka: Hagnýtar teikningar (myndræn framsetning) sem skilgreina virkni, hlutverk og tengingu við önnur kerfi.
  • Þekkingargrunnur: Örugg tenging við innri þekkingargrunn til að tryggja nákvæmt og villulaust samhengi (hallucination-free context).
  • Samþykktarflæði og eftirlit: Vinnuferlar með mannlegu eftirliti (Human-in-the-Loop) til að tryggja gæði og ábyrgð.
  • Mælingar á árangri: Mælaborð til að fylgjast með notkun erindreka, viðbragðstíma (latency) og skilvirkni í svörum.
  • Leiðbeiningar fyrir innleiðingu: Þjálfunargögn og leiðbeiningar um notkun (prompting guides) til að tryggja skjóta innleiðingu hjá teymum.

Sjálfvirkir gervigreindarferlar - studdir af manneskju

Við hönnum og innleiðum sjálfvirka gervigreindarferla (e. agentic workflows) fyrir endurteknar aðgerðir og verkefni, undir eftirliti manneskju þegar þess þarf. Virkjun, afhendingar, samþykktir og gæðaeftirlit er skjalað og sjálfvirknivætt þannig að verkefni flæði áfram á eigin forsendum – og teymið þitt grípur inn í á réttum tímapunktum.

Ávinningur

  • Verkefni vinnast mun hraðar þegar ekki þarf bíða eftir að fólk smelli á hnappa.
  • Teymið þitt losnar við endalaust copy-paste og tímafreka skjölun og gagnaskráningar.
  • Fullkominn rekjanleiki - þú veist alltaf nákvæmlega hvað kerfið gerði og hvers vegna.

Afurðir

  • Kortlagðir ferlar: Ítarlegar skýringarmyndir sem skilgreina virkjun (triggers), ákvarðanir og leiðir gagna.
  • Tengiforskriftir: Tæknilegar stillingar til að tengja AI erindreka við CRM, CMS og innri verkfæri.
  • Eftirlit og gæðahlið: Harðkóðuð „mannleg eftirlitshlið" (human-in-the-loop checkpoints) til að tryggja öryggi og nákvæmni.
  • Verklagsbækur (Runbooks): Skjölun fyrir meðhöndlun undantekninga, viðhald og uppfærslur kerfisins.
  • Vöktun á framkvæmd: Mælaborð til að fylgjast með árangri vinnuferla, magni og flöskuhálsum.

Vöxtur með þjónustusamningi (SLA)

Við bjóðum upp á þjónustusamninga sem tryggja stöðugar umbætur. Við fylgjumst með því sem virkar (og virkar ekki), fínstillum það sem þarf að laga og tryggjum stöðugan vöxt í sýnileika, umferð á vefinn, og sölu.

Ávinningur

  • Stöðugur vöxtur: Jafnar, mælanlegar framfarir í sýnileika og árangri heimsókna (user conversion).
  • Minni núningur: Virk greining og fjarlæging hindrana í ferðalagi viðskiptavina.
  • Hagkvæm nýting auðlinda: Háþróuð bestun án þess að þurfa að bæta við starfsfólki.

Afurðir

  • Uppfærðar aðgerðaáætlanir: Mánaðarleg stefnumótun til að samræma tæknilegar áherslur við ný viðskiptamarkmið.
  • Fínstilling upplýsingaöflunar: Stöðugar lagfæringar á skema (schema) og efni til að viðhalda miklum sýnileika hjá gervigreind (GEO).
  • Fínpússun söluhvata: Endurteknar prófanir og uppfærslur á áköllum (CTAs), tilboðum og traustvekjandi þáttum (e. trust signals).
  • Aðstoð við innleiðingu: Sérfæðingur Versoria aðstoðar við að innleiða kóðalagfæringar og efnisuppfærslur.
  • Árangursgreining: Regluleg skýrslugerð yfir helstu mælikvarða, áhrif og tillögur að næstu skrefum.

Ráðgjöf og gervigreindarsprettir

Við förum með þér í vel skilgreind verkefni þar sem við prófum hugmyndir, mótum MVP-útfærslur og samþættum gervigreind í markaðsáætlanir, efnisframleiðslu og árangur.

Ávinningur

  • Sannreynd stefna: Hættið að giska - fáið nákvæmlega að vita hvaða notkunartilvik (use cases) skila arðsemi (ROI) áður en þið innleiðið að fullu og skalið upp.
  • Hröð framvinda: Farið úr grófum hugmyndum yfir í virkar frumgerðir í stuttum, markvissum lotum.
  • Samræmd sýn: Tryggið að viðskiptamarkmið ykkar og tæknileg framkvæmd séu fullkomlega samstillt.

Afurðir

  • Arkitektúr spretts: Vel skilgreind markmið, tímarammar og auðlindir sem þarf til verkefnisins.
  • Hönnun tilrauna: Skipulagður rammi til að prófa tilgátur og sannreyna tæknilegar forsendur.
  • Virkar frumgerðir: Áþreifanlegar, virkar lausnir (MVPs) afhentar að lokinni hverri lotu.
  • Vegvísir að skölun: Tæknileg framkvæmdaráætlun til að breyta árangursríkum tilraunum í fullvirkar lausnir.

Af hverju velja fyrirtæki Versoria?

Þrjár meginstoðir halda öllum verkefnum jarðtengdum, í takt við vörumerkið þitt og til þess fallin að halda sjó á tímum gervigreindar.

Greina → Virkja

Vinnu lýkur ekki eftir greiningu. Við gerum umbætur og sýnum mælanlegan árangur.

Vörumerkið í forgrunni

Rödd og ásýnd vörumerkisins og samþykktarferlar eru samofnir öllum vinnuferlum.

Innleiðing í forgangi

Teymið þitt fær leiðarvísa, prompta og innri botta sem gera því kleift að halda áfram eftir að við klárum verkefnið.

Sjáum hvort við eigum samleið

Mestur árangur næst þegar báðir aðilar stefna í sömu átt. Við blómstrum með teymum sem eru tilbúin að byggja, mæla og innleiða gervigreind til að hafa raunveruleg áhrif – ekki bara til sýnis.

Við vinnum vel með

Við vinnum best með teymum og stofnendum sem:

  • Starfa í greinum þar sem sýnileiki, trúverðugleiki og bestað efni ræður vexti – eins og til dæmis í ferðaþjónustu, netverslun, fjármála- og tryggingageiranum og fagþjónustu.
  • Eru með rótgróin vefsvæði sem á eftir að besta fyrir gervigreind eða eru að byggja upp ný vörumerki og vilja rétta grunninn frá fyrsta degi.
  • Er annt um ásýnd vörumerkis, mælanlegan árangur og verklag, jafn mikið og sköpun og hraða.

Smellum mögulega ekki saman ef

Versoria hentar síður fyrir teymi sem:

  • Vilja einfaldan spjallbotta eða sjálfvirknilausn án áherslu á efnissköpun, gögn og vörumerki..
  • Eru enn í markhópavinnu og hafa ekki skýra sýn á skilaboð eða staðsetningu á markaði.
  • Búast við gervigreindargöldrum á einni nóttu í stað markvissrar, mælanlegrar nálgunar.

Um Versoria

Nafnið Versoria kemur úr latínu og merkir "reipin sem snúa seglinu". Það fangar kjarnann í því sem við gerum - að hjálpa fyrirtækjum að breyta um stefnu og nýta byr gervigreindarbyltingarinnar til fulls.

Þú þarft ekki enn eitt "hype-ið". Þú þarft skýrleika, innleiðingu, og svigrúm til að vaxa. Við erum þér innan handar þar til þú hefur verkfærin og getuna til að hlaupa.

Hreiðar Þór Jónsson

Hreiðar Þór Jónsson

Framkvæmdastjóri

Hörður Kristófer Bergsson

Hörður Kristófer Bergsson

Sérfræðingur

Björn Þorláksson

Björn Þorláksson

Forritari

Hafðu samband

Segðu okkur frá þínum áskorunum tengdum gervigreind. Við svörum innan tveggja virkra daga með tillögu að næstu skrefum.

  • Email: hallo@versoria.ai
  • Location: Laugavegur 7, 101 Reykjavík
  • Phone: +354 788 7070

Algengar spurningar

Svör við algengum spurningum sem teymi spyrja áður en samstarf hefst.

Er Versoria að forrita lausnir fyrir AI eða bara veita ráðgjöf?

Versoria smíðar "full-stack" AI lausnir. Við byrjum á stefnumótun, skrifum svo kóðann, stillum upp skema (schemas), og innleiðum sérsniðna erindreka (custom agents) í ykkar umhverfi. Þú færð fullbúna innviði, ekki bara PowerPoint kynningu.

Hvernig fæ ég ChatGPT, Gemini, Perplexity, og Claude til að benda á fyrirtækið mitt og vefinn okkar?

Versoria sérhæfir sig meðal annars í að gera fyrirtæki, vörumerki og vörur sýnilegri og mikilvægari í augum þessara gervigreindartóla. Það er misjafnt hvað þarf að gera, hafðu samband og við förum yfir þetta saman.

Hver er munurinn á þessu og hefðbundinni leitarvélabestun (SEO)?

Versoria leggur áherslu á sýnileika gagnvart gervigreind – að byggja efnið þitt rétt upp, með tilvísunum og hafa það læsilegt fyrir gervigreindartól, ekki bara til að komast hærra í leitarniðurstöðum. Hefðbundin leitarvélabestun (SEO) miðar að því að fínstilla síður fyrir köngulær Google, en Versoria bestar efni fyrir stór tungumálalíkön (LLM) og samtalsleit, sem er orðinn lykilþáttur í sýnileika vörumerkja.

Hvað er gervigreindarbestun (GEO) og af hverju skiptir hún máli?

Gervigreindarbestun (GEO – Generative Engine Optimization) tryggir að efnið á vefnum þínum birtist á réttan hátt í gervigreindartólum eins og ChatGPT, Gemini, Claude og AI Overviews. Hún snýst um að stilla uppbyggingu og merkingu efnis þannig að þessi kerfi skilji hvað þú gerir, hvaða þjónustu eða vörur þú býður upp á og að vörumerkið þitt birtist á réttan hátt í svörum þeirra.

Hvað er gervigreindarbestun utan vefsvæðis?

Gervigreindarbestun utan vefsvæðis styrkir upplifun og túlkun á vörumerkingu þínu, vörum og efni annarsstaðar en á vefnum þínum. Hún byggir upp trúverðugleika með skipulögðum tilvísunum, ytri heimildum og umfjöllunum sem styðja við vörumerkið – og eykur þannig traust, bæði hjá fólki og gervigreindartólum sem læra að skilja sérþekkingu þíns vörumerkis.

Getur Versoria unnið með vefkerfið og markaðstólin okkar?

Já. Við tengjumst nær öllum kerfum – hvort sem það eru "headless"-lausnir, Webflow, WordPress, Mailchimp, Hubspot eða önnur kerfi. Bottarnir og AI-vinnuflæðin okkar nota öruggar API tengingar eða samþykkta tengla, þannig að þau verkfæri og gögn sem þú notar nú þegar haldast óbreytt.

Hvernig tryggir Versoria öryggi og meðferð gagna?

Öll vinna hjá Versoria er í samræmi við GDPR og hýst innan Evrópusambandsins (Azure, GCP eða eigin hýsing). Við undirritum vinnslusamninga (DPA), framkvæmum gagnaverndarúttektir (DPIA) fyrir hvert verkefni og viðhöldum skráningu, aðgangsstýringum og rekjanleika allra aðgerða. Engin notendagögn eru notuð til þjálfunar gervigreindarlíkana.

Við hverju má búast við fyrstu 90 dagana?

Flestir viðskiptavinir sjá mælanlegar niðurstöður innan 6-12 vikna - hraðari efnisvinnslu, hærra kauphlutfall og fleiri tilvísanir í vefsíður og vörumerki í svörum gervigreindartóla. Við fylgjumst með öllum helstu mælikvörðum fyrir og eftir innleiðingu til að sýna raunverulegan árangur.

Getur Versoria hjálpað ef við erum með nýtt vörumerki eða vefsvæði?

Algjörlega. Við hönnum grunn sem er tilbúinn fyrir gervigreind – allt frá uppbyggingu veftrés og schema-markup yfir í efnisstefnu og leiðbeiningar um tón og stíl. Ný vefsvæði verða þannig sýnilegri og tilbúin fyrir tilvísanir frá gervigreindartólum frá fyrsta degi.

Smíðar Versoria botta fyrir opin vefsvæði?

Aðaláherslan okkar er á innri markaðs- og efnisbotta – verkfæri sem flýta fyrir framleiðslu teymisins á öruggan hátt. Við getum þó stutt við þróun botta sem snúa að notendum, svo lengi sem ákveðnum skilyrðum sé fullnægt.

Hvað felst í gervigreindarúttekt?

Gervigreindarúttekt er tveggja vikna greining sem tekur fyrir uppbyggingu efnis, lýsigögn (metadata), schema, innri hlekkjun og heimildir. Þú færð einkunnaspjald, kortlagningu tækifæra og 30–90 daga umbótaáætlun með tæknilegum aðgerðum sem hægt er að setja strax í framkvæmd.

Hversu langan tíma taka verkefni að jafnaði?

Úttektir taka um það bil tvær vikur. Innleiðingarlotur eða smíði botta taka yfirleitt 4–6 vikur, og þjálfunar- og innleiðingarfasi bætir við 2-4 vikum eftir stærð teymis og umfangi.

Getum við hýst gervigreindarkerfi innanhúss eða geymt gögn á eigin netþjónum?

Já. Fyrir teymi sem vinna með viðkvæm gögn getum við sett upp kerfi innan ykkar eigin umhverfis eða í EU-skýi að eigin vali. Kerfisarkitektúr Versoria er einingaskiptur, þannig að gögnin ykkar eru alltaf undir ykkar stjórn.

Hvernig tryggir Versoria að efnið okkar sé í takt við vörumerkið (on-brand)?

Allir ferlar og bottar nota gagnagrunn sem inniheldur útlistun á tón, orðfæri og samþykktum textadæmum frá ykkar vörumerki. Drög að nýju efni fer í gegnum samþykktarferli sem og yfirferð af manneskju. Afurðir frá okkur innihalda leiðbeiningar um tón og stíl ásamt verklagsreglum sem tryggja samræmi í efni á öllum stigum.